Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Rússneskum uppgjafahermönnum meinað að koma til Eistlands

261 rússneskum uppgjafahermönnum sem börðust í Úkraínu hefur verið bannað að koma til Eistlands. Bannið tók gildi í síðustu viku og var í kjölfarið tilkynnt á samfélagsmiðlum. Eistneska innanríkisráðuneytið áætlar að hátt í ein og hálf milljón Rússa hafi tekið þátt í innrásinni í Úkraínu og um helmingur þeirra barist á víglínunni. Igor Taro, innanríkisráðherra Eistlands, sagði að ógnin væri „ekki fræðileg“ heldur hefðu margir þessara Rússa barist í stríði, hlotið herþjálfun eða væru á sakaskrá. Stjórnvöld í Eistlandi hafa kallað eftir því að fleiri Evrópulönd banni rússneskum uppgjafahermönnum inngöngu. Þessi tillaga Eista hefur hlotið stuðning meðal Norðurlandanna, auk Lettlands og Litháen. Andrij Sybiga, utanríkisráðherra Úkraínu, hrósaði ákvörðun Eista á samfélagsmiðlinum X. Hann sagði
Rússneskum uppgjafahermönnum meinað að koma til Eistlands

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta