Tilraun ökumanns til að komast undan lögreglu sem hafði veitt honum eftirför síðdegis í dag endaði ekki betur en svo að bíll hans hafnaði á ljósastaur við Ártúnsbrekku í Reykjavík. Uppákoman hefur valdið nokkrum umferðartöfum á svæðinu til viðbótar við annars nokkuð þunga síðdegisumferð samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.