Þingflokkur Framsóknar óskar eftir því að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur um málefni barna og ungmenna. Þetta tilkynnti Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður flokksins, á blaðamannafundi í Alþingi í dag ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar.Hópnum yrði falið að móta grunn að fjármagnaðri aðgerðaáætlun í málefnum barna og hann skipaður fulltrúum allra þingflokka og helstu fagstofnana líkt og Kennarasambands Íslands, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Barna og fjölskyldustofu, ríkislögreglustjóra og öðrum viðeigandi sérfræðingum.„Það er ansi margt sem þarf að gera hvort sem það tengist skólaumhverfinu, kennurunum, starfsumhverfi, menntun barna, börnunum sjálfum eða heimilunum,“ segir Ingibjörg.„Hins vegar er það þannig að það hefur gerst of hægt og við finnum til