Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Framlengja gæsluvarðhald yfir manni í tengslum við mannslát í Kársnesi

Gæsluvarðhald yfir grískum manni, sem var handtekinn í tengslum við mannslát í Kópavogi í nóvember, hefur verið framlengt um fjórar vikur á grundvelli rannsóknarhagsmuna.Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglu barst tilkynning í nóvember um meðvitundarlausan mann í íbúð á Kársnesi. Maðurinn, sem var Portúgali um fertugt, var látinn þegar lögregla kom á staðinn.Maðurinn var með nokkra stunguáverka og lögreglan virtist í fyrstu telja líklegt að hann hefði veitt sér áverkana sjálfur. Síðar var grískur félagi hans handtekinn í tengslum við andlátið.
Framlengja gæsluvarðhald yfir manni í tengslum við mannslát í Kársnesi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta