Drífa Snædal talskona Stígamóta segir samfélagið þurfa að ákveða hvort réttarkerfið eigi að virka fyrir þolendur kynferðislegs og kynbundins ofbeldis. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í dag sýni að íslenska ríkið sé að bregðast þolendum.Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag í málum fimm kvenna gegn íslenska ríkinu á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar. Ríkið var dæmt brotlegt í einu máli en sýknað í hinum fjórum.Níu konur kærðu íslenska ríkið með aðstoð Stígamóta fyrir nokkrum árum fyrir að hafa brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Þær höfðu allar kært nauðgun, heimilisofbeldi eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu.„Það má segja að niðurstaðan í dag sé sú að enn og aftur er íslenska ríkið dæmt brotlegt gegn brotaþolum k