Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Slepptu tveimur mönnum sem voru handteknir í aðgerð sérsveitar á Selfossi

Tveimur mönnum sem voru handteknir í sérsveitaraðgerðum lögreglu á sunnudag hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri á Suðurlandi.Mennirnir voru í haldi lögreglu þar til þeim var sleppt í gær en ekki var talið tilefni til að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þeim. Þorsteinn segir lögreglu halda áfram að rannsaka, en vill að öðru leyti ekki veita frekari upplýsingar um málið.Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra vegna tilkynningar sem barst úr íbúðahverfi á Selfossi. Lögregla taldi ástæðu til að kalla eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra til að tryggja öryggi.
Slepptu tveimur mönnum sem voru handteknir í aðgerð sérsveitar á Selfossi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta