Mótmælin sem skekið hafa Íran undanfarnar tvær vikur hafa sett meiri pressu á klerkastjórnina í Íran en talið var að þau myndu gera þegar verslunareigendur og kaupmenn í miðborg Teheran lögðu niður störf sín vegna bágborins efnahagsástands. Má telja víst að klerkastjórnin muni standa veikari eftir jafnvel þótt klerkarnir nái að halda völdum.