Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd á atburði í heimahúsi að Skjólbraut í Kópavogi í nóvember, þar sem portúgalskur maður lést. Gæsluvarðhald yfir Grikkja sem grunaður er um að hafa ráðið manninum bana rennur út í dag. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum.