Bersýnlegt er að allt sem var inni í skemmunni í Gufunesi sem brann í gær, leikmunir framleiðslufyrirtækisins True North, hefur orðið eldinum að bráð. Brynjar Friðriksson hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagði í frétt í morgun að þarna hafi orðið altjón. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag rannsókn á eldsupptökum. Eldurinn kviknaði um fimmleytið í gær og slökkvistarfi lauk á áttunda tímanum í gærkvöld.