Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart ungri konu sem kærði nauðgun til lögreglu sem felldi málið niður á sínum tíma. Talskona Stígamóta segir játningu geranda hafa legið fyrir í málinu og veltir því fyrir sér hvort íslenska réttarkerfið sé vanhæft til að taka á slíkum málum.