Vísbendingar eru um að starfsfólk sem ekki er komið á fullorðinsaldur sé misnotað í gróðaskyni í verksmiðju sem framleiðir Labubu-dúkkur. Þetta er niðurstaða rannsóknar China Labor Watch (CLW), bandarískra samtaka sem rannsaka aðstæður verkafólks í Kína.Samtökin sendu rannsakendur til leikfangaverksmiðju í Kína sem sinnir framleiðslu fyrir Pop Mart, fyrirtækis sem hefur hagnast ævintýralega á sölu Labubu-skrímslanna. Um 4.500 manns vinna í verksmiðjunni. Þar voru tekin viðtöl við fleiri en 50 starfsmenn sem unnu einungis við gerð Labubu-dúkka.Þessar dúkkur hafa notið gífurlegra vinsælda um heim allan á síðustu misserum, sérstaklega á meðal ungs fólks. Dúkkurnar líkjast púka eða skrímslum og eru til í ýmsum stærðum og gerðum. Gert er ráð fyrir að vinsældir dúkkanna eigi einungis eftir að au