„Kenía er fallegt land með mikla menningu, milt loftslag og dásamlegt og gestrisið fólk. Ferðir okkar þangað eru mikil upplifun og við viljum gefa sem flestum Íslendingum kost á að heimsækja Kenía á einstakan og sérsniðinn hátt,“ segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir einn af eigendum Ferðasýnar, ferðaskrifstofu sem skipuleggur ferðir til Kenía.