Samkvæmt leigusamningu Reykjavíkurborgar og True North um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum True north vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni.