Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals, þjófnað og umferðarlagabrot. Maðurinn villti m.a. á sér heimildir sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og blekkti þar með starfsfólk fyrirtækja til að afhenda sér vörur.