Rannsókn á bruna í íbúð á Hjarðarhaga síðasta sumar er lokið. Rannsóknin leiddi í ljós að eldsvoðinn hafi orsakast af íkveikju. Þetta staðfestir E. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Hún segir aftur á móti engan til að sækja til saka í ljósi þess að sá sem er grunaður um verknaðinn hafi sjálfur farist í brunanum. Málið sé þó á leið til ákærusviðs samkvæmt hefðbundnu verklagi. Lögregla fann bensínbrúsa á víð og dreif í íbúðinni og leiddi efnarannsókn í ljós að í þeim hafði verið eldhvetjandi vökvi.Þrír menn voru í íbúðinni en tveir þeirra létust í eldsvoðanum.Sá sem komst lífs af, Sári Morg Gergó, braut rúðu til að komast út úr brennandi íbúðinni. Í viðtali við fréttastofu í fyrra sagðist hann gruna meðleigjanda sinn frá Bandaríkj