Huga þarf betur að því að verja innviði hér á landi og huga að viðbrögðum við mögulegum fjölþáttaógnum, segir Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna og stjórnarformaður Samorku. Ísland sé í sérstakri stöðu þar sem leggja þurfi áherslu á bæði náttúruöflin og spennu í alþjóðamálum þegar hugað sé að vörnum landsins.„Við getum sagt að við séum í ákveðnu stríði í Evrópu, sem felst í því að það eru hernaðarleg átök sums staðar í Evrópu en annars staðar eru markvissar árásir sem felast í þessum fjölþátta árásum,“ segir Sólrún á Morgunvaktinni á Rás 1.Sólrún skrifaði grein á vef Veitna þar sem hún fjallaði um öryggi innviða.„Það sem við höfum verið að sjá, sérstaklega frá árinu 2022, hefur markvisst verið aukning í að því sem við getum kallað ómissandi innviði, orku- og veituinnviðum, ann