Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Stefnir í þurrustu ársbyrjun í 90 ár

Úrkoma í Reykjavík það sem af er janúar er nánast engin, aðeins 0,5 mm, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, um óvenju þurra ársbyrjun á suðvesturhorni landsins. Fyrri hluti janúar gæti orðið sá þurrasti í borginni frá árinu 1936, í 90 ár.Einar skrifar um þurra tíð á Facebook-síðu sinni.„Þurraþræsingurinn frá áramótum hefur ekki farið fram hjá neinum suðvestanlands,“ segir Einar og tekur fram að alla jafna sé janúar úrkomusamur í heildina. „Þó kemur það fyrir að það komi um 2ja vikna kaflar sem eru nánast alþurrir, en sjaldnast standa þeir lengur en það. 2001 var þannig nánast þurrt fyrstu 12 dagana, en síðan ekki söguna meir.“Þessa dagana stefnir í að fyrri helmingur janúar verði sá þurrasti frá 1936.„Þarna fyrir 90 árum blésu vindar á milli norðurs og austurs allan liðlangan mánuði
Stefnir í þurrustu ársbyrjun í 90 ár

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta