Starfsfólk Reykjavíkurborgar er mun heilsutæpara en starfsfólk ríkisins og Kópavogsbæjar. Þetta sýna tölur sem fram koma í svari Mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn endurskoðunarnefndar borgarinnar um veikindahlutföll borgarstarfsmanna.