Ein kona lagði íslenska ríkið að velli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun þegar ríkið var dæmt brotlegt gagnvart henni. Dómurinn snéri að brotum gegn áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.Dómur var kveðinn upp í máli fimm kvenna í dag og var ríkið sýknað í málum fjögurra. Öll málin sneru að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.Níu konur kærðu íslenska ríkið með aðstoð Stígamóta fyrir nokkrum árum fyrir að hafa brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Þær höfðu allar kært nauðgun, heimilisofbeldi eða kynferðislega áreitni til lögreglu en málin voru felld niður af ákæruvaldinu.Konurnar voru á aldrinum 17 til 42 ára þegar þær kærðu brotin sem voru frá árunum 2012 til 2019. Af þeim sem fengu niðurstöðu í dag voru þrjár undir