Tónlistarmiðstöð hélt móttöku fyrir styrkhafa í fyrri úthlutun ársins úr Tónlistarsjóði fimmtudaginn 8. janúar. Tónlistarfólk, fagaðilar, fulltrúar sjóðsins og aðrir gestir komu þar saman til að fagna úthlutuninni, þeirri fjórðu frá stofnun sjóðsins árið 2024.Emilíana Torrini og Lovísa Elísabet Sigurðardóttir, eða Lay Low, hljóta hæstu styrki ársins úr deild frumsköpunar og útgáfu, tvær milljónir króna hvor. Ásgeir Trausti Einarsson, Elín Sif Halldórsdóttir og Daði Freyr Pétursson fá hæstu markaðsstyrkina úr útflutningssjóði, 1,7 milljónir hvert. Hæstu viðskiptastyrki úr deild þróunar og innviða fá Austurbæjarbíó og Sumartónleikar í Skálholtskirkju, þrjár milljónir hvor.Alls bárust sjóðnum 342 umsóknir. Til úthlutunar voru rétt tæpar 92 milljónir sem fara í 80 verkefni. Úthlutunin efldist