Nú þegar verðlaunahátíðavertíðin er gengin í garð ákveða margir að taka sig til og horfa á þær kvikmyndir sem þeir áttu eftir að sjá, nú eða horfa aftur á sínar uppáhalds. Golden Globe-hátíðin var haldin í 83. sinn um helgina. Gamanspennumyndin One Battle After Another hreppti þar hnossið, ef svo má segja, og fór heim með fjóra hnetti. Engri annarri mynd féllu fleiri verðlaun í skaut.En þá spyrja margir sig hvar hægt er að horfa á allar þessar verðlaunamyndir hér á Íslandi. Vandi getur verið um slíkt að spá og þess vegna hefur menningarvefurinn tekið saman lista yfir þá staði sem myndirnar er að finna. ONE BATTLE AFTER ANOTHER HBO MAX, APPLE TV Gamanspennumyndin One Battle After Another er bæði súrrealísk, dramatísk og pólitísk og segir frá byltingarsinnanum misheppnaða sem hefur flúið