Undirritaðir hafa verið uppfærðir þjónustusamningar heilbrigðisráðuneytisins við meðferðarstofnanirnar Krýsuvík og Hlaðgerðarkot fyrir árið 2026. Samanlagt fjármagn til stofnananna nemur rúmum 550 milljónum króna, sem er nærri 20 prósenta aukning frá síðasta ári.