Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Þetta er einhvern veginn Ísland“

Helgarútgáfan á Rás 2 heiðraði minningu Magnúsar Eiríkssonar á laugardag en fréttir af andláti hans bárust daginn áður. Nokkrir aðdáendur Magnúsar úr hópi íslensks tónlistarfólks voru spurðir um áhrif hans á íslenskt tónlistarlandslag og um leið var skoðað hvernig lög Magga Eiríks hafa náð inn að kviku hjá þjóðinni. Una Torfadóttir tónlistarkona telur að textarnir spili þar stóra rullu og í þeim nái Magnús að fanga íslenskan raunveruleika.Það er ljóst að áhrif Magnúsar Eiríkssonar á allt íslenskt tónlistarfólk er afar mikið og mikilvægt. Fleiri tjáðu sig í þættinum um tónlistarveröld Magga Eiríks, meðal annars Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), Sváfnir Sigurðarson, Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN) og Bragi Valdimar Skúlason.Hlusta má á þáttinn hér.
„Þetta er einhvern veginn Ísland“

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta