Hreiðar Ingi Eðvarðsson verður Ragnari Þór Ingólfssyni félagsmálaráðherra til aðstoðar. Sigurjón Arnórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland en eins og kunnugt er skipti hún um ráðuneyti, fór úr félags og húsnæðismálaráðuneytinu og tók við mennta- og barnamálaráðuneytinu.