Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna.