Zbigniew Ziobro, sem var dómsmálaráðherra í Póllandi 2015 til 2023, hefur fengið hæli í Ungverjalandi. Þessu greindi hann frá í morgun.Ziobro var ákærður fyrir misnotkun valds og glæpsamlegt athæfi. Einnig fyrir að nota fé sem átti að renna til þolenda glæpa til að borga fyrir ísraelskan njósnabúnað til að njósna um pólitíska andstæðinga sína. Ákæran er í 26 liðum og liggur allt að 25 ára refsing við brotunum ef hann verður sakfelldur.Pólska þingið svipti Ziobro friðhelgi í nóvember. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, sagði landið hafa veitt mönnum sem sættu pólitískum ofsóknum í Póllandi hæli.Zbigniew Ziobro.EPA / ART SERVICE