„Ég fer bara út og byrja að harka,“ sagði Unnar Helgi Daníelsson.Unnar Helgi hefur sagt skilið við Thor's Skyr, vörumerki sem hann keyrði í gang í heimsfaraldrinum og snerist um að framleiða og selja íslenskt skyr í Bandaríkjunum. Saga Thor's Skyr er ævintýri líkust en Unnar fékk snemma Hafþór Júlíus Björnsson með í verkefnið og fyrr en varði hafði Hollywood-leikarinn Terry Crews bæst í hópinn. Hlustaðu á viðtalið við Unnar Helga í spilaranum hér fyrir ofan.Unnar Helgi segir að rekstur Thor's Skyr hafa verið bæði flókinn og erfiður, einn daginn hafi hann setið fund með forstjóra Walmart og hinn daginn velt fyrir sér hvort hann ætti fyrir hafragraut eða steik um mánaðarmóin. „Þetta er svo sveiflukennt, svona rekstur.“Morgunútvarpið er Rás 2 milli klukkan 7 og 9 alla virka morgna.