Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að sérstök lögregluaðgerð á Selfossi í gær hafi tekist vel en tveir einstaklingar voru handteknir og eru þeir enn í varðhaldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim að hans sögn.