Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Lokað milli Hafnar og Kálfafells til morguns

Hringvegurinn verður að líkindum lokaður milli Kálfafells, fyrir austan Kirkjubæjarklaustur, og Hafnar þar til í fyrramálið. Veginum var lokað við Kirkjubæjarklaustur í gærkvöld vegna vonds veðurs. Vegagerðin mat stöðuna aftur upp úr klukkan tíu í morgun. Lokunin var færð frá Klaustri að Kálfafelli en gildir væntanlega til morguns.Hríðarveður er á Austurlandi og sviptivindar suðaustanlands og á Kjalarnesi og sunnanverðu Snæfellsnesi. Veður fer versnandi norðanlands upp úr miðjum degi, þar verður hríðarveður fram á nótt.Lokað er fyrir umferð milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar.RÚV / Ísak ÓlafssonLokunin var færð frá Kirkjubæjarklaustri að Kálfafelli eftir að fréttin birtist upphaflega.
Lokað milli Hafnar og Kálfafells til morguns

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta