Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Næsta norðurljósagusa væntanleg um eða eftir helgi

„Fólk sá gífurlega falleg og rosalega kvik norðurljós,“ sagði Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, í Morgunútvarpinu á Rás 2.Einstaklega tilkomumikil norðurljós dönsuðu yfir landinu um helgina, eitthvað sem kom Sævari ekki á óvart, enda heldur hann úti sérstakri norðurljósaspá á vefnum Iceland at Night. Hlustaðu á viðtalið við Sævar í spilaranum hér fyrir ofan til að fræðast um hvernig þetta fyrirbæri verður til.Sævar sagði í Morgunútvarpinu útlit fyrir því að norðurljósin haldi sig til hlés í dag og á morgun. „Svo aftur á miðvikudaginn gæti þetta aðeins aukist. Svo erum við að horfa á næstu helgi, eða upp úr næstu helgi, þegar næsta gusa gæti komið yfir okkur.“Morgunútvarpið er á Rás 2 milli klukkan 7 og 9 alla virka morgna.
Næsta norðurljósagusa væntanleg um eða eftir helgi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta