Mislingasmitum hefur ekki fjölgað í kjölfar þess að barn greindist með mislinga eftir að hafa komið frá útlöndum í síðustu viku. Búið er að hafa samband við alla sem voru útsettir og þeim boðið að fá bólusetningu. Þetta segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.„Það er mjög ólíklegt að fólk almennt sé að fara að fá mislinga. Mislingar eru ekki í dreifingu á Íslandi. Þó að það komi eitt tilfelli þá er það nærumhverfið sem er mest útsett,“ segir Guðrún.„Ef mislingar koma þá viljum við hindra að þeir dreifist. Þeir eru mjög smitandi þannig að það er alltaf hætta á því. Það sem fyrst og fremst kemur í veg fyrir það er góð bólusetningarstaða í samfélaginu.“Þau sem voru útsett voru því einna helst fólkið sem var á sjúkrahúsinu þegar barnið kom þangað og þeir sem voru um borð í sama flugi og barnið á