Félagar í björgunarsveitinni Jökli á Jökuldal voru kallaðir út í morgun til að aðstoða við sjúkraflutninga. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl og hjálpaði björgunarsveitin honum að komast leiðar sinnar.Björgunarsveitarmenn á Kópaskeri og Raufarhöfn voru einnig kallaðir út í morgun til að tryggja að læknir kæmist til starfa á heilsugæslunni þrátt fyrir vont veður og færi.Hringvegurinn er lokaður milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar í Hornafirði og verður staðan þar metin á ný klukkan tíu. Ófært er á Jökuldal, Fjarðarheiði, Öxl, á Vatnsskarði eystra og Breiðdalsheiði. Víða er þungfært, éljagangur eða hálka.Nýjustu upplýsingar um færð má ávallt finna á vef Vegagerðarinnar.Gular viðvaranir hafa verið gefnar út á stærstum hluta landsins. Í morgun bættist Norðurland eystra við Austurland, Austfir