Þáttaröðin Danska kona segir frá Ditte Jensen sem lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður - og ekkert er henni óviðkomandi, þar með taldar olíuknúnar sláttuvélar.Smelltu hér til að horfa á þáttinn í Spilara RÚV.