Björn Kristmann Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class, keyptu í desember af félaginu Í toppformi einbýlishús sem stendur við sjávarlóð á Haukanesi í Garðabæ. Verð hússins var 1,2 milljarðar samkvæmt þinglýstu afsali. Fyrst var greint frá á vef Viðskiptablaðsins.