Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Gæti þurft að loka milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns með stuttum fyrirvara

Óvissustig verður á veginum milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 15 í dag og fram eftir morgundegi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við að vegurinn geti lokast með stuttum fyrirvara vegna snjókófs.Hægt er að fylgjast með því hvort vegurinn sé greiður á Umferðin.is.Gular viðvaranir hafa verið gefnar út um allt sunnanvert landið og austur á firði, auk hálendisins, vegna norðan hvassviðris og hríðarveðurs frá því í kvöld og fram á þriðjudagsmorgun.Snemma í fyrramálið tekur viðvörun einnig gildi á Suðurlandi, fyrst og fremst vegna norðan vindstrengja, þar sem sérstaklega er búist við snörpum hviðum við fjöll, til dæmis undir Eyjafjöllum. Sú viðvörun verður þar til síðdegis á morgun.
Gæti þurft að loka milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns með stuttum fyrirvara

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta