Stjórnvöld í Íran segjast vera reiðbúin til að hlusta á fólkið í landinu og segja mótmælendur reyna að eyðileggja allt samfélagið. Þetta sagði forseti landsins í sjónvarpsviðtali í dag. ÓVINIR ÍRANS REYNA AÐ SKAPA RINGULREIÐ OG ÓREIÐU Í LANDINU Masoud Pezeshkian, forseti Írans, segir hryðjuverkamenn með tengsl við erlend stjórnvöld hafa drepið fólk, kveikt í moskum og unnið skemmdir á almannaeignum í mótmælum sem hafa staðið í landinu síðan 28. desember. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við hann í ríkisfjölmiðli Írans í dag.Pezeshkian sagði óvini Írans vera að reyna skapa ringulreið og óreiðu með því að fyrirskipa mótmælin. Í viðtalinu sagði hann þó einnig að stjórnvöld væru reiðbúin til þess að hlusta á fólkið í landinu.Ríkisstjórnin væri staðráðin í því að leysa efnahagsleg vandamál