Finnur Bjarnason hefur verið skipaður í embætti óperustjóra til fimm ára, frá og með 15. janúar. Þetta er í fyrsta sinn sem skipað er í embættið.Ellefu umsóknir bárust um stöðuna en fjórir umsækjendur voru boðaðir í viðtöl eftir álitsgerð hæfisnefndar. Jóhann Páll Jóhannsson var settur ráðherra menningarmála við ráðninguna í stað Loga Einarssonar, sem lýsti sig vanhæfan. Ástæðan var sú að Finnur var ráðinn verkefnisstjóri hjá ráðuneytinu vegna stofnunar þjóðaróperunnar og því unnið með ráðherra.Jóhann Páll tók sjálfur viðtöl við þá fjóra umsækjendur sem þóttu hæfastir og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu að Finnur hafi uppfyllt best þær hæfniskröfur sem tilgreindar voru.„Finnur Bjarnason hefur meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og tvö lokapróf á meistarastigi; Pos