Þrír karlmenn voru handteknir í nótt grunaðir um íkveikju í Breiðholtinu. Eldur kviknaði í sama einbýlishúsi í Brúnastekk og fyrir viku síðan. Mennirnir þrír, sem eru á heldur víðu aldursbili frá þrítugsaldri og að fimmtugu, voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum.Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta. Hann segir að væntanlega verði rannsakað hvort tengsl séu á milli eldsvoðanna tveggja.„Upptök virðast vera þarna í herbergi sem er með þeim hætti að það kemur grunur um íkveikju,“ segir Skúli í viðtali við fréttastofu.Lögreglu barst tilkynning um eldsvoðann í Brúnastekk klukkan 4 í nótt. Að sögn Skúla er útlit fyrir að einbýlishúsið sé í útleigu til margra aðila, þ.e. að stök herbergi séu til leigu. Hann segir mennina þrjá búa í húsin