Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fresta tökum á Love Island: All Stars vegna gróðurelda

Tökum á vinsæla raunveruleikaþættinum Love Island: All Stars í Suður-Afríku hefur verið frestað vegna gróðurelda. Keppendur þurftu að rýma sveitasetur þar sem þættirnir eru teknir upp í Wester Cape, við suðurströnd Suður-Afríku.Breska sjónvarpsstöðin ITV, sem framleiðir þættina, sagði í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að heilsa og öryggi væru í forgangi við framleiðslu þáttanna og því verði henni frestað. Ekki kom fram í yfirlýsingunni hvenær tökur myndu halda áfram.Þetta er þriðja sería Love Island: All stars, þar sem fyrrum keppendur í Love Island koma saman í leit að ástinni. Meðal keppenda í þessari þáttaröð eru Jess Harding og Millie Court sem hafa báðar unnið Love Island. Jack Keating, sonur írska söngvarans Ronan Keating, er einnig keppandi.Love Island er einn vinsælasti raunveruleika
Fresta tökum á Love Island: All Stars vegna gróðurelda

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta