Tökum á vinsæla raunveruleikaþættinum Love Island: All Stars í Suður-Afríku hefur verið frestað vegna gróðurelda. Keppendur þurftu að rýma sveitasetur þar sem þættirnir eru teknir upp í Wester Cape, við suðurströnd Suður-Afríku.Breska sjónvarpsstöðin ITV, sem framleiðir þættina, sagði í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að heilsa og öryggi væru í forgangi við framleiðslu þáttanna og því verði henni frestað. Ekki kom fram í yfirlýsingunni hvenær tökur myndu halda áfram.Þetta er þriðja sería Love Island: All stars, þar sem fyrrum keppendur í Love Island koma saman í leit að ástinni. Meðal keppenda í þessari þáttaröð eru Jess Harding og Millie Court sem hafa báðar unnið Love Island. Jack Keating, sonur írska söngvarans Ronan Keating, er einnig keppandi.Love Island er einn vinsælasti raunveruleika