Niðurstöður rannsókna sýna að þeir sem skalla reglulega fótbolta eru líklegri til að þróa með sér heilabilun en aðrir.Endurtekin höfuðhögg geta leitt til heilabilunar sem oft kemur ekki fram fyrr en áratugum síðar. Þá getur fólk greinst með sjúkdóma á borð við Alzheimer, Parkinsons eða aðrar taugaraskanir.Þetta kemur fram í grein á vef BBC.Afleiðingar endurtekinna höfuðáverka hafa verið þekktar í yfir hundrað ár. Fyrst voru tilfelli heilabilunar sérstaklega tengd þeim íþróttamönnum sem höfðu verið í hnefaleikum en á undanförnum áratugum hefur sú þekking breyst. SJÁ HEILASKEMMDIR HJÁ FÓLKI MEÐ SÖGU UM HÖFUÐHÖGG Rannsóknir hafa sýnt að fyrrverandi atvinnumenn í fótbolta eiga á hættu að þróa með sér heilabilun og þar virðist helsti áhættuþátturinn vera þegar bolti er skallaður.Willie Stewa