Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Ástralíu vegna skæðra gróðurelda sem hafa gjöreyðilagt hundruð bygginga, ræktarlönd og skóglendi í suðausturhluta landsins. Hitabylgja gengur yfir Viktoríu-fylki og hefur hitinn víða farið yfir 40 stig. Einn er látinn. 300 ÞÚSUND HEKTARAR ORÐIÐ ELDUNUM AÐ BRÁÐ Þurrir vindar ýta undir gróðureldana, sem eru sagðir þeir skæðustu frá „svarta sumrinu“ svokallaða árið 2019 til 2020, þegar gróðureldar gjöreyðilögðu milljónir hektara.Talið er að 300 þúsund hektarar hið minnsta hafi orðið eldinum að bráð, stór hluti þess skóglendi og ræktarland. 300 byggingar hafa brunnið til grunna, þar á meðal 70 íbúðarhús. EINN ER LÁTINN Tim Busch, yfirmaður almannavarna, segir slökkviliðsmenn vinna hörðum höndum að ná böndum yfir skæðustu eldana, sem séu á undanhaldi.