Fuglinn keldusvín er á válista Náttúrufræðistofnunar skilgreindur sem útdauður varpfugl á Íslandi þótt hann sé þekktur hér sem sjaldgæfur en árviss flækingsfugl. En hugsanlegt er að keldusvín sé á ný farið að huga að varpi hér, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings.