Gular viðvaranir hafa verið gefnar út um allt sunnanvert landið og austur á firði, auk hálendisins, vegna norðan hvassviðris og hríðarveðurs frá því seint í kvöld og fram á þriðjudagsmorgun.Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan 21 á Suðausturlandi, Austfjörðum og hálendinu. Á Suðausturlandi er það vegna norðan hvassviðris eða storms, auk þess sem búast má við éljum um tíma. Á Austfjörðum verður meiri snjókoma og varað við að jafnvel geti orðið ófært á fjallvegum.Snemma í fyrramálið tekur viðvörun einnig gildi á Suðurlandi, fyrst og fremst vegna norðan vinstrengja þar sem sérstaklega er búist við snörpum vindhviðum við fjöll. Til dæmis undir Eyjafjöllum. Sú viðvörun gildir til klukkan 17 á morgun.Það er svo ekki fyrr en seint annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags sem viðvaranirnar fyrir austa