Forseti íranska þingsins hótar gagnárásum ákveði Bandaríkjamenn og Ísraelar að leggja til atlögu að landinu. Mohammad Bagher Ghalibaf, forseti íranska þingsins hótar Bandaríkjunum og Ísrael öllu illu ráðist þau á Íran.EPA / WAEL HAMZEHMohammad Bagher Ghalibaf sagði í þingræðu ríkin tvö verða lögmæt skotmörk Íranshers við þær aðstæður. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Þegar Ghalibaf hafði lokið máli sínu flykktust aðrir þingmenn í ræðustól og hrópuðu slagorð á borð við „Megi Bandaríkin tortímast“. Þingforsetinn sagði gervallt Ísraelsríki og herstöðvar Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum og skip verða skotmörk. Ghalibaf sagði að brugðist yrði við jafnvel við minnstu merki um ógnun af hálfu ríkjanna tveggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið árásir í skyn.