Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Þingforseti hótar gagnárásum leggi Bandaríkin eða Ísrael til atlögu

Forseti íranska þingsins hótar gagnárásum ákveði Bandaríkjamenn og Ísraelar að leggja til atlögu að landinu. Mohammad Bagher Ghalibaf, forseti íranska þingsins hótar Bandaríkjunum og Ísrael öllu illu ráðist þau á Íran.EPA / WAEL HAMZEHMohammad Bagher Ghalibaf sagði í þingræðu ríkin tvö verða lögmæt skotmörk Íranshers við þær aðstæður. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Þegar Ghalibaf hafði lokið máli sínu flykktust aðrir þingmenn í ræðustól og hrópuðu slagorð á borð við „Megi Bandaríkin tortímast“. Þingforsetinn sagði gervallt Ísraelsríki og herstöðvar Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum og skip verða skotmörk. Ghalibaf sagði að brugðist yrði við jafnvel við minnstu merki um ógnun af hálfu ríkjanna tveggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið árásir í skyn.
Þingforseti hótar gagnárásum leggi Bandaríkin eða Ísrael til atlögu

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta