Í október árið 2018 skrifuðu Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra, og Frank Jensen, sem þá var yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar, undir samkomulag sem þeir staðfestu með handabandi, á fréttamannafundi. Samkomulagið, sem danska þingið, Folketinget, staðfesti árið 2021, varðar uppbyggingu á hafnarsvæði Kaupmannahafnar. Risavaxið verkefni sem fékk nafnið Lynetteholmen. Svæðið er eins konar viðbót, eða framlenging, á Refshaleøen þar sem skipasmíðastöð Burmeister &...