Nú í morgunsárið er vaxandi lægð á milli Íslands og Skotlands samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Þessi lægð beinir til okkar norðaustlægri átt og verður þannig víða fimm til þrettán metrar á sekúndu en sums staðar allhvasst við suðausturströndina. Él norðan- og austanlands, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost verður líklega á bilinu nú ill til 10 stig.