Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Þrír handteknir grunaðir um íkveikju — tveir brunar með skömmu millibili í nótt

Þrír menn voru handteknir grunaðir um íkveikju eftir eldsvoða í einbýlishúsi í Breiðholti í nótt, að því er segir í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um brunann um klukkan fjögur en eldur kom upp í einu herbergja hússins að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Þremenningarnar höfðu komist út af sjálfsdáðum og þurftu ekki að leita á slysadeild. Tveir voru fluttir á slysadeild vegna reykeitrunar klukkutíma fyrr eftir að eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Háaleitishverfi í Reykjavík. Fimm voru innandyra þegar eldurinn braust út og komust út af sjálfsdáðum. Varðstjórinn segir tvo hafa reynt að fara inn í íbúðina aftur. Slökkvistarf gekk vel að sögn varðstjórans en íbúðin er mikið skemmd. Nærliggjandi íbúðir og hús voru ekki hættu. Þrír slökkvi
Þrír handteknir grunaðir um íkveikju — tveir brunar með skömmu millibili í nótt

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta