Þegar miðjusonur Gríms Gíslasonar greindist einungis ársgamall með alvarlegan sjúkdóm breyttist líf fjölskyldunnar til frambúðar. Óvissa, kvíði og endalausar spurningar tóku við samhliða spítaladvöl og stöðugri leit að svörum sem hafa enn ekki öll fundist. Bjartsýni lækna og jákvæðni hefur haldið þeim gangandi.