Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Eintak af hasarmyndablaði keypt fyrir nærri tvo milljarða króna

Ónafngreindur safnari hefur keypt sjaldgæft eintak af fyrstu teiknimyndasögunni um Ofurmennið, eða Superman, fyrir 15 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,9 milljarða króna. Blaðið sem kom út árið 1938 kostaði þá tíu sent, jafnvirði 2,25 dala á núvirði.Þessu eintaki var eitt sinn stolið frá leikaranum Nicolas Cage en hann endurheimti það áratug síðar. Það er talið hafa aukið verðgildið enn frekar.Aldrei hefur verið greitt jafnhátt verð fyrir teiknimyndasögu en í nóvember seldist fullkomið eintak af Superman 1 fyrir rúmar níu milljónir dala á uppboði. Talið er að innan við hundrað eintök af þeirri sögu séu til í veröldinni.Fyrirtækið sem annaðist söluna, Metropolis Collectibles/Comic Connect, segir seljanda og kaupanda hafa æskt nafnleyndar. Annað fyrirtæki sem metur ástand safngripa hafi
Eintak af hasarmyndablaði keypt fyrir nærri tvo milljarða króna

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta