Norðurljósin hafa dansað um kvöld og næturhimininn, mörgum til mikillar gleði enda fegurðin ólýsanleg. Fréttamaðurinn Malín Marta Eyfjörð Ægisdóttir tók meðfylgjandi myndir og myndskeið og hún segist sjaldan hafa séð jafn tilkomumikil norðurljós.Sjónarspilið á sér auðvitað náttúrulegar skýringar sem Sævar Helgi Bragason tíundaði á Facebook með því að kórónugos skall á jörðinni undir kvöld ofan á hraðfleygan sólvind sem fyrir var úr kórónugeil. Það hratt hviðu fljótlega af stað.Segulsviðsstefna sólvindsins var mjög hagstæð klukkustundum saman svo mikil orka náði að hlaðast upp í segulsviðinu. Hluti orkunnar losnaði með látum um klukkan 20:20 í kvöld og olli norðurljósahviðu þegar þau urðu björt og kvik og litrík.